Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Haraldur Níelsson

(1. dec. 1868–12. mars 1928)

Prófessor,

Foreldrar: Níels Eyjólfsson á Grímsstöðum á Mýrum og kona hans Sigríður Sveinsdóttir prests á Staðastað, Níelssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1884, stúdent 1890, með 1. einkunn (92 st.), tók heimspekipróf 1891, með ágætiseinkunn, próf í hebresku s. á., með 1. einkunn, próf í kirkjufeðralatínu 1893, með 2. einkunn betri, guðfræðapróf 14. janúar 1897, með 1. einkunn. Þegar hann kom til landsins, vann hann að þýðingu biblíunnar, einkum Gamla testamentis (pr. 1908).

Var nokkur ár meðritstjóri kirkjublaðsins „Verði ljós“.

Settur fyrri kennari í prestaskólanum 30. sept. 1908, vígðist 22. nóv. s.á. prestur holdsveikispítalans í Laugarnesi, varð annar dómkirkjuprestur í Rv. 28. maí 1909, fekk lausn frá því starfi (vegna hálsveiki) 27. sept. 1909, frá fardögum 1910, var settur annar kennari í prestaskólanum 23. júní 1909, prófessor í guðfræði í háskóla Íslands 22. sept. 1911–28. R. af fálk. Ritstörf (auk þeirra, er áður getur): Þýddi: K. B. Pontoppidan: Alkohól konungur, Rv. 1902; G. M. Jensen: Kristin fræði, Rv. 1904; Í hafróti lífsins, Rv. 1909; Vörn og viðreisn, Rv. 1909; sá um (með síra Magnúsi Helgasyni) Barnabiblíu, Rv. 1912; þýð.: Oliver Lodge: Veruleikur ósýnilegs heims, Rv. 1915; sami og Á. Conan Doyle: Mikilvægasta málið í heimi, Rv. 1918; Hví slær þú mig I–I, Rv. 1913 og 1918; Helen Keller, Rv. 1915; Kirkjan og ódauðleikasannanirnar, Rv. 1916 (og 1919); Árin og eilífðin, Rv. 1920; safn: Þitt ríki komi (sálmar), Rv. 1924; De isl. Bibeloversættelser (í „Studier tilegnde Fr. Buhl“, Kh. 1925). Kennslubækur eru í handritum (t.d. í Lbs.). Var talinn hinn mesti mælskumaður, var aðalforstöðumaður andatrúarmanna hérlendis, predikaði að tilhlutan ýmissa Reykvíkinga í fríkirkjunni að jafnaði annan hvern helgidag.

Kona 1 (9. júní 1900): Bergljót (f. 20. ág. 1879, d. 18. júlí 1915) Sigurðardóttir prests í Stykkishólmi, Gunnarssonar.

Börn þeirra: Sigurður sjómaður og rithöfundur, Sofía Emilía átti Svein M. frkvstj. Sveinsson, Björn D. Kornelius stúdent, Elín, Guðrún.

Kona 2 (2. okt. 1918): Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari.

Börn þeirra: Jónas hagfræðingur, Bergljót stúdent (Prestafélagsrit 1928; Sameiningin 1928; Óðinn IV; HÞ. Guðfr.; SGrBf.; Bjarmi, 22. árg.; Ásm. Guðm.: Har. N., Rv. 1938).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.