Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Andrés Hjaltason

(4. ág. [3. ág., Bessastsk.]– 1805–22. júlí 1882)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hjalti Jónsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Sigríður Guðbrandsdóttir prests að Brjánslæk, Sigurðssonar. F. á Stað. Ólst upp (til þess er hann var á 8. ári) á Víðivöllum í Steingrímsfirði hjá ljósmóður sinni, Þorbjörgu Ólafsdóttur (d. 7. nóv. 1812). Fluttist þá aftur til foreldra sinna. Lærði undir skóla 3 ár hjá síra Sigurði Jónssyni á Rafnseyri. Var tekinn í Bessastaðaskóla 1823 og stúdent þaðan 31. maí 1828, með heldur góðum vitnisburði. Var síðan með föðurbróður sínum, síra Daníel Jónssyni í Skörðum í Miðdölum, þá 1 ár hjá síra Jóni skáldi Hjaltalín á Breiðabólstað á Skógarströnd, en fór vorið 1832 til móður sinnar, sem þá bjó í Kálfanesi í Steingrímsfirði.

Vígðist 2. mars 1834 aðstoðarprestur frænda síns, síra Eyjólfs Kolbeinssonar á Eyri í Skutulsfirði, en gerðist 1837 aðstoðarprestur síra Hjalta Þorbergssonar í Kirkjubólsþingum.

Fekk Stað í Súgandafirði 30. júlí 1838 (fór þangað 1839), Gufudal 6. mars 1849, Lund 26. ág. 1856 (fór þangað 1857), Garpsdal 21. okt. 1863 (fór þangað 1864) og Flatey 22. maí 1868. Lét af prestskap sumarið 1880 og fór (1881) norður að Möðruvöllum í Hörgárdal, til sonar síns, og þar andaðist hann. Var hraustmenni að burðum, spaklyndur og dagfarsgóður. Var skáldmæltur (kvæða- og sálmasafn og rímur af Höfrungshlaupi í Lbs.).

Kona 1 (1837): Margrét (d. 14. maí 1859) Ásgeirsdóttir á Rauðamýri á Langadalsströnd, Ásgeirssonar.

Börn þeirra: Jón Hjaltalín, skólastjóri á Möðruvöllum, Sigurður trésmiður, Andría María, óg.

Kona 2 (22. dec. 1860): Eggþóra (f. 22. dec. 1823, d. í Reykjavík 16. febr. 1894) Eggertsdóttir prests í Stafholti, Bjarnasonar. Dóttir þeirra: Þórunn Margrét, gift Brynjólfi ökumanni Jónssyni í Reykjavík (Bessastsk.; Vitæ ord.; HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.