Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Harald Vigmo

(17. okt. 1915 – 15. sept. 1950)

. Læknir. Foreldrar: Olaf (f. 6. ág. 1887) J. Olsen prestur Aðventista S.D. í Hafnarfirði og kona hans Annie (f, 4. júní 1883) Olsen, bónda í Farsund á Lista í Noregi, Hervik. Stúdent í Ósló í Noregi 1936. Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 23. maí 1944 með 1. eink, (151 st.). Settur héraðslæknir í Hróarstunguhéraði 1. júlí 1944.

Stundaði framhaldsnám í Richmond í Virginiafylki í Bandaríkjunum frá hausti 1944 til hausts 1948 og kynnti sér einkum lungna- og hjartasjúkdóma.

Settist að í Rv. eftir heimkomuna og var starfandi læknir þar til æviloka. Kona (6. apr.1946): Auður (f. 18. apr. 1921) Jónsdóttir kaupmanns í Reykjavík, Eyjólfssonar. Dætur þeirra: Hildur, „Gerður (Skýrslur; Morgunbl. 15. okt. 1948; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.