Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans Wium (Evertsson)

(um 1776– ? )

Kennari.

Foreldrar: Evert stúdent Wium og kona hans Margrét Halldórsdóttir prests á Desjarmýri, Gíslasonar. Hann var fermdur að Hólmum í Reyðarfirði 1793, er talinn stúdent, en hefir þá orðið það úr heimaskóla, má vera erlendis, en í latínuskólum hérlendis var hann aldrei, ekki var hann heldur skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh., né leysti af höndum embættispróf þar, en var þó heldur vel að sér, Var lengstum barnaskólastjóri í Kh. og vann að skriftum hjá einstökum mönnum eða stofnunum, t.d. Finni Magnússyni, sem hældi honum fyrir nákvæmni. Hann er kominn til Kh. fyrir 1799 og virðist enn á lífi 1827. Prentuð rit eftir hann eru: „Kort Undervisning om den danske Stat“, Kh. 1799; „Lotteribog“, Kh. 1809; „Kogbenhavnernes Katekismus'“, Kh. 1810; „Anvisning til at spille „. i Tallotteriet“, Kh. 1827; vann með öðrum að prentun Laxdælasögu, Kh. 1826. Til eru og eftir hann ritgerðir í handritum (sjá Lbs.). Hann var skáldmæltur (um kveðskap hans sjá Lbs.). Honum er (af HÞ.) eignað leikritið „Skammkell eða forvitni rógberinn“ (er í Lbs.), en engin rök færð fyrir því, að það sé eftir hann.

Hann hefir sinnt talsvert fornfræði, og er eftir hann til (í AM. og British Museum) brot úr íslenzk-latneskri orðabók og Skýringar á Snjáskvæði (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.