Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans Scheving (Lárusson)

(í maí 1701–17. júní 1782)

Klausturhaldari.

Foreldrar: Lárus Scheving sýslumaður (Hansson) og s.k. hans Sofía Daðadóttir sýslumanns á Jörfa á Kjalarnesi, Jónssonar. F. að Möðruvallaklaustri. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1720, fór utan samsumars, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. nóv. s. á., kom aftur til landsins 1721, fekk Möðruvallaklaustur eftir lát föður síns (1722). hélt það til æviloka og andaðist þar. Hann fekk gott orð.

Kona (1. okt. 1723): Guðrún (f. 1702, d. 4. dec. 1767) Vigfúsdóttir að Hofi á „Höfðaströnd, Gíslasonar.

Börn þeirra, er upp komust: Þórunn átti síra Jón Magnússon á Staðastað, Hannes klausturhaldari, Davíð sýslumaður í Barðastrandarsýslu, Vigfús sýslumaður í Hegranesþingi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.