Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans Scheving (Hallgrímsson)

(18. apríl 1824–3. okt. 1860)

Stúdent.

Foreldrar: Dr. Hallgrímur yfirkennari Scheving og kona hans Kristín Gísladóttir. Lærði í heimaskóla, líkl. að mestu hjá föður sínum, stúdent talinn 1846 (ekki finnst það próf í skýrslum, svo að það hlýtur að hafa farið fram utanskóla), kenndi næsta vetur börnum í Rv., var 1848–59 skrifari landfógeta, en varð að láta af þeim störfum vegna veikinda og lá rúmfastur um 11% ár, áður en hann andaðist, ókv. og bl.

Hann vildi ekki svara guðfræðispurningum 1849 og kvaðst aldrei hugsa sér að taka prestskap; kom það fyrir ekki, að síra Árni byskup Helgason í Görðum bauð honum jafnvel aðstoðarprestsstarf hjá sér.

Hann fekk gott orð um gáfur, þekking og framkomu í eftirmælum í „Þjóðólfi“ 8. okt. 1860 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.