Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans Natansson

(9. ág. 1816–14. nóv. 1887)

Hreppstjóri.

Launsonur Natans Ketilssonar (með Solveigu Sigurðardóttur í Hvammi í Langadal, Árnasonar, ekkju Gísla Ólafssonar frá Hnjúkum). Bjó síðast að Þóreyjarnúpi. Vel að sér og skáldmæltur. Eftir hann er pr. Rímur af Sigurði snarfara, Ak. 1883; Ljóðmæli, Rv. 1891.

Kona: Kristín Þorvarðsdóttir prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jakob Líndal fór til Vesturheims, Hannes Jónas að Hurðarbaki, Jón Lárus að Þóreyjarnúpi og víðar, Áslaug fór til Vesturheims, Hans Pétur að Vatnshóli (sjá Ljóðmæli hans).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.