Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans Bjarnason

(1703–Í jan. 1726)

Stúdent.

Foreldrar: Bjarni Pétursson í Norðtungu og kona hans Margrét Þórðardóttir að Innra Hólmi, Péturssonar, F. í Norðtungu. Tekinn í Skálholtsskóla 1715, stúdent 1719, var síðan um hríð í þjónustu Sigurðar alþingisskrifara Sigurðssonar, fór utan 1724, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. okt. 1724 og andaðist þar. Hann var gáfumaður og skáldmæltur; eru (í Lbs.) varðveitt eftir hann erfiljóð á latínu og íslenzku. Ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.