Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans (Jakob) Beck

(17. jan. 1838–9. dec. 1920)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Chr. N. Beck verzlunarmaður í Eskifirði (danskur að ætt), og kona hans María Elísabet, dóttir Richards verzlunarstj. Longs sst. (og var hann enskur). Bjó lengstum á Sómastöðum. Búhöldur góður og smiður, ræktaði vel jörð sína, en stundaði þó mest sjó, þ.á.m. síldveiði. Greiðamaður, vel að sér og gegndi ýmsum störfum í héraði. Einn af aðalstofnöndum fríkirkjusafnaðarins í Reyðarfirði.

Kona 1: Steinunn (d. 1897) Pálsdóttir að Karlsskála, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Páll hreppstjóri á Sómastöðum, Kristinn á Kollaleiru, Richard nam sjómannafræði, Helga Amalía óg., Sigríður Hansína átti síra Jón Finnsson að Djúpavogi, Eiríkur útgerðarmaður í Reyðarfirði, Guðný Jóhanna átti Sveinbjörn P. Guðmundsson, stöðvarstjóra í Reyðarfirði, Steinunn Elísabet d. óg., Ingibjörg óg. í Kh., Þórólfur skipstjóri á „Esju“, Þórunn átti Jón Guðmundsson í Þinganesi í Hornafirði.

Kona 2: Mekkín Jónsdóttir að Vöðlum, Eyjólfssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Jakobína átti Jóhann garðyrkjum. Schröder í Rv., 21 Jónína átti Helga verksmiðjum. Hjörleifsson í Neskaupstað, Elísabet átti Svavar Steindórsson stýrimann á „Esju“, Ásta átti Brynjólf Þorvarðsson skrifsofustj. í kaupfélagi í Stykkishólmi, Unnsteinn fulltrúi hjá borgardómara í Rv., Laufey átti Gunnar Bergmann stúdent og blaðamann í Rv., María átti Sigfús lögregluþjón Sigvarðsson í Neskaupstað, Árni vélstjóri í Rv. (Óðinn XXII; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.