Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans (Hallgrímur Hoffmann) Jónsson

(23. nóv. 1866–30. nóv. 1907)

Prestur.

Foreldrar: Jón Sveinsson (prests á Staðastað, Níelssonar) og kona hans Elinborg Hansdóttir verzlunarm. Hoffmanns Péturssonar að Búðum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1882, stúdent 1888, með 1. einkunn (85 st.), próf úr prestaskóla 1890, með 1. einkunn (43 st.). Fekk Stað í Steingrímsfirði 11. júní 1892, vígðist 12. s.m. og hélt til æviloka.

Kona (25. maí 1899): Ragnheiður Helga (f. 10. júní 1880) Magnúsdóttir hreppstjóra að Hrófbergi, Magnússonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Magnús, Pétur, Guðrún, Katrín, Elinborg (Nýtt kirkjublað 1907; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.