Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hans (Baagöe) Thorgrimsen

(21, ágúst 1853–7. febr. 1942)

.

Prestur, Foreldrar: Guðmundur verzlunarstjóri Thorgrimsen á Eyrarbakka og kona hans Sylvía (skírð Solveig) (d. 20. júní 1904, 84 ára) Níelsdóttir verzIunarstjóra á Siglufirði, Jónssonar Nielsen. Fór til Vesturheims 1872. Lauk prófi við kirkjuskóla Norðmanna (Luther College) í Decorah, Iowa, 1879 og við prestaskóla í St. Louis 1882. Gegndi prestsþjónustu meðal íslenzkra safnaða í Mountain, N.-Dak., 1883–85 og hjá norskum söfnuðum 1885– 1902. Prestur íslenzkra safnaða í N.-Dak, 1902–12, en gekk síðan aftur í þjónustu norskra safnaða, lengst af í Grand Forks. Glæsimenni, mikill söngmaður, vel að sér í hljómlist og tungumálum. Kona 1: Matthilde Stub, prestsdóttir af norskum ættum. Börn þeirra: Sylvía átti Storaasli, herprest, Esther átti Guðmund lækni Gíslason í Grand Forks, Gudmund læknir, Astrid, Ingeborg.

Kona 2 (1902): Dora Halvorsen. Börn þeirra: Hans kennari, Elin og Agnes (Sameiningin LVI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.