Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Þorsteinsson

(30. ág. [12. sept. kkjub.]– 1860–10. apr. 1935)

Þjóðskjalavörður.

Foreldrar: Þorsteinn Narfason að Brú í Byskupstungum og kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir á Drumboddsstöðum, Tómassonar. F. að Brú. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1886, með 1. einkunn (102 st.), próf úr prestaskóla 1888, með 1. einkunn (51 st.). Stundaði kennslu í Rv. 1888–91. Ritstjóri Þjóðólfs 1892–1909. Aðstoðarmaður í Þjóðskjalasafni 1911–24; þjóðskjalavörður 1924–35. Var 1. þm. Árn. 1901–11. Heiðursdoktor í háskóla Íslands 23. dec. 1925. K. af dbr., str. af fálk.

Forseti sögufélags 1924–35, í stjórn þess frá stofnun þess (heiðursfélagi þar 1920), í stjórn h. ísl. bmf. (heiðursfélagi þar 1926) og um hríð í stjórn h. ísl. þjóðvinafél. og fornleifafél. Hafði frá 1911 styrk frá alþingi til að semja ævisögur lærðra manna; handrit hans (66 bindi) frá því laust fyrir 1600 til 1800 er nú varðveitt í þjóðskjalasafni. Ritstörf að öðru leyti: Ræða á gamlárskvöld 1888, Rv. 1889; Grosserer Jens Benedictsens Stamtavle, Rv. 1890; „ Æviágrip Benedikts sýslumanns Sveinssonar, sérpr. úr Andvara 1900; (með Júl. Havsteen) Alþingismannaförin 1906, Rv. 1907; Guðfræðingatal, Rv. 1907–10; Góðu börnin–vondu börnin, Rv. 1908; Galdra-Loptur, sérpr. 1915. Sá um: Bogi Benediktsson: Sýslumannaæfir II. 3–V. b., Rv. 1902 32 (1–TI.2 sá Jón Pétursson um); (með öðrum) Huld, Rv. 1890–8; Fjóla (kvæðasafn), Rv. 1904; Jón Halldórsson: Byskupasögur II, Rv. 1911–15; Sami: Skólameistarar,Rv. 1916–18; Skólaraðir, Rv. 1918–25; Íslenzkir annálar bmf., Rv. 1922–38; aðalritstjóri Blöndu sögufélagsins 1924–34; Jón Guðmundsson lærði: Um ættir og slekti (í Safni TII).

Ritgerðir í Skírni („Nokkurar athugasemdir um ísl. bókmenntir á 12. og 13. öld“, Benedikt yfirdómari Gröndal, síra Páll Björnsson í Selárdal, síra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal). Í Árbók fornleifafélags 1923–A4, ritg. um bæjanöfn; í Prestafélagsriti og Blöndu eru og ritgerðir eftir hann. Í þjóðskjalasafni er skrá um stiftsskjalasafn, og hafði hann styrk til að semja hana 1891–4. Í handritum í Lbs. eru miklar athugasemdir hans í ættbók Snóksdalíns, stúdentatal hans o. fl., og þar eru nú varðveitt flest handrit hans, allmörg og skipta miklu um ættvísi. Hefir verið einn mesti ættfræðingur, sem uppi hefir verið; var og hagmæltur. Nálægt helmingi eigna sinna gaf hann háskólanum til styrktar ísl. fræðum.

Kona (18. dec. 1889): Jarþrúður (f. 28. sept. 1851, d. 16. apríl 1924) Jónsdóttir dómstjóra, Péturssonar; þau bl. (Blanda V; Skírnir 1935; BjM. Guðfr., og er þar skrá rita hans).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.