Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Þorleifsson

(– – 1682)

Fornfræðingur.

Foreldrar: Þorleifur lögmaður Kortsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir eldra sýslumanns í Haga, Magnússonar. Lærði í Hólaskóla og hefir orðið stúdent vorið 1764, því að 13. dec. s.á. fekk hann predikunarleyfi, fór utan 1675 og fekk þá (19. júní 1675) prýðilegan vitnisburð frá Gísla byskupi Þorlákssyni; skráður í stúdentatölu í háskólanum 8. okt. s.á. Varð antiquarius konungs 7. júní 1681 með 300 rd. árslaunum, og skyldi vinna að söguritun og söfnun handrita í bókasafn konungs, kom til landsins samsumars, hafði bréfagerðir við Þórð byskup Þorláksson a. m. k. (um áletranir á líksteinum í Skálholti o. fl. þjóðlegar minjar þar, sjá svar byskups 6. febr. 1682 í bréfabók hans). gekk rösklega fram í söfnun handrita, fór utan haustið 1682, með Spákonufellshöfðaskipi, og hafði með sér mikinn fjölda handrita og mestallan föðurarf sinn; var skipið hlaðið mjög vörum og ofviðri mikil; fórst það og allir, sem á voru, í októberlok, að því er menn telja.

Hann var vel lærður, stilltur og vel látinn, skáldmæltur bæði á latínu og íslenzku (sjá Lbs.).

Hann hafði 1679 tekið saman málsháttasafn (JÓlGrv.), en ekki er það nú kunnugt. Hann er af sumum talinn á 24. ári, er hann fórst (þ. e. f. um 1659), en hann hlýtur að hafa verið eldri, sjá stúdentsár hans. Var ókv. og bl. (HÞ.; Saga Ísl. V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.