Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Vigfússon

(um 1706–1772)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Vigfús sýslum. Hannesson í Árnesþingi og s.k. hans Guðríður Sigurðardóttir lögmanns, Björnssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1725 og settist í efra bekk, varð ekki stúdent, sagði sig úr skóla 7. jan. 1730, enda hafði rektor skólans ekki talið hann vel hæfan til bóknáms, varð lögréttumaður 1744, bjó fyrst að Imnra Hólmi frá 1731, síðan á Hvanneyri (þar er hann 1745–6), síðast að Hofi á Kjalarnesi (þar er hann 1753) og andaðist þar.

Kona 1 (30. sept. 1731). Helga (í. 23. jan. 1705, d. 23. febr. 1745) Sigurðardóttir sýslumanns eldra í Saurbæ á Kjalarnesi, Sigurðssonar (barn höfðu þau átt fyrr á árinu fyrir hjónabandið).

Börn þeirra: Síra Erlendur í Gufudal, Ólöf átti Þorlák klausturhaldara Þórðarson Thorlacius, Vigfús d. í Kh., bl., skyldi læra hattagerð, Kr.stín átti fyrst laundóttur, giftist síðan Sigurði Jónssyni í Fljótshlíð, Guðríður d. bl. 1754 (21 árs).

Kona 2: Ólöf (f. um 1722) Bárðardóttir prests í Guttormshaga, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti Pétur Pétursson í Eyjum í Kjós, Ragnhildur d. óg. og bl., síra Illugi í Stóra Dal (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.