Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Tómasson

(– – okt. 1681)

Prestur. Talinn líklega (HÞ.) sonur Tómasar Einarssonar að Skarði ytra á Landi.

Hann er orðinn prestur fyrir 1630 (má vera aðstoðarprestur síra Brands Jónssonar í Guttormshaga), fekk Holtaþing 1l. maí 1630, við uppgjöf síra Brands, bjó í Guttormshaga og hefir haldið prestakallið til fardaga 1680; sagði af sér prestskap haustinu fyrir, 30. okt. 1679, og fekk tillag af prestsetrum.

Kona 1 (samkv. ÓSn.): Kristín Pálsdóttir.

Börn þeirra: Ragnheiður átti Pál lögréttumann Sigurðsson í Gíslaholti, má og vera Tómas, kemur við skjöl 1674–88 (HÞ.).

Kona 2: Ingunn Kolbeinsdóttir að Hofi á Rangárvöllum.

Börn þeirra: Kolbeinn (söguuppskriftir með hendi hans í AM.), Sigríður átti Hjalta Arnoddsson frá Berjanesi.í Landeyjum, Helga átti Bjarna Vigfússon (prests í Gaulverjabæ, Oddssonar), Margrét (HÞ.; ÓSn.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.