Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Thorarensen

(5. dec. 1864– 11. jan. 1944)
, Framkv.stjóri. Foreldrar: Skúli (d. 1. apríl 1872, 67 ára) Thorarensen læknir á Móeiðarhvoli og seinni kona hans Ragnheiður (d. 2. apríl 1913, 79 ára) Þorsteinsdóttir prests í Reykholti, Helgasonar, Verzlunarmaður hjá Thomsensverzlun í Rv. 1879– 1902 og verzlunarstjóri við sömu verzlun 1902–07. Framkvæmdastjóri Sláturfélags Suðurlands 1907–24. Síðan verzlunarstjóri við vínverzlun ríkisins til 1935. Kona (2. nóv. 1901): Louise Marie (f. 27. dec. 1876), dóttir H.J.Bartels verzIunarmanns í Rv. Synir þeirra: Henrik bankaféhirðir, Ragnar skrifstofumaður, Gunnar kaupmaður, Axel flugfræðingur (Br7.; Óðinn XXVI; Samvinnan XXXVIII; o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.