Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Stephensen (Stefánsson)

(18. dec. 1846–13. ágúst 1881)

Prestur.

Foreldrar: Síra Stefán Stephensen á Reynivöllum og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti, Böðvarssonar. F. að Kálfafelli. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1861, stúdent 1867, með 2. einkunn (76 st.), próf úr prestaskóla 1869, með 2. einkunn betri (37 st.). Stundaði barnakennslu í Rv. 1869–T1.

Fekk Miðdal 26. sept. 1870, fór þangað ekki, Fljótshlíðarþing 4. maí 1871, vígðist 8. okt. s. á., Þykkvabæjarklaustursprestakall 7. dec. 1877 og hélt til æviloka. Bjó á Mýrum. Hraustmenni og vel látinn.

Kona: Guðrún (f. 13. apríl 1856) Jónsdóttir í Hellisholtum, Jónssonar.

Sonur þeirra: Magnús í Meðalholtahjáleigu. Ekkja síra Hannesar átti síðar Ólaf hreppstjóra Jónsson í Austvaðsholti (BjM. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.