Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Stephensen (Stefánsson)

(12. okt. 1799–29. sept. 1856)

Prestur.

Foreldrar: Stefán amtmaður Stephensen (þá á Hvanneyri) og f. k. hans Marta María, dóttir Diðriks kaupmanns Hölters. Lærði 1 vetur hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, 3 vetur hjá síra Árna Helgasyni, tekinn í efsta bekk Bessastaðaskóla 1814, stúdent 1818, með mjög góðum vitnisburði. Fór utan 1819, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. okt. s.á., með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1820, með sömu einkunn, en guðfræðapróf 23. apríl 1824, með sömu einkunn (hlaut þó fyrstu einkunn fyrir allar skriflegar úrlausnir). Eftir lát föður síns naut hann styrks til námsins frá Jónasi sýslumanni Scheving. Kom til landsins s. á. og var hjá föðurbróður sínum, Magnúsi dómstjóra Stephensen í Viðey, fekk 20. ágúst 1825 Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, vígðist 25. sept. s.á., en fekk Garða á Akranesi 8. nóv. s. á. og hélt til æviloka, varð prófastur í Þverárþingi sunnan Hvítár 1832 og hélt því starfi til æviloka. Þingmaður Borgfirðinga frá 1845 til æviloka og fyrri þjóðfundarfulltrúi þeirra 1851, forseti alþingis 1855. Bjó fyrst að Innra Hólmi, síðar Ytra Hólmi. Hann á í biblíuþýðingunni 1841 endurskoðun 4. Mósesbókar. Hann var manna mikilhæfastur og þjóðræknastur, talinn málsnjallasti maður á alþingi um sína daga.

Kona (24. júní 1825): Þórunn (f. 19. apríl 1793, 16. júní 1876), dóttir Magnúsar dómstjóra Stephensens í Viðey.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún 1. kona Péturs amtmanns Havsteins, Magnús stúdent (Bessastsk.; Vitæ ord. 1825; HÞ. Guðfr.; PEÓI. Jón Sig.; Sunnanf. 1894).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.