Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Jónsson

(24. okt. 1747 – 3. ág. 1802)

. Spítalahaldari, lögréttumaður. Foreldrar: Jón hreppstjóri Ketilsson í Nesi á Eyrarbakka og kona hans Halldóra Jónsdóttir í Marteinstungu í Holtum, Magnússonar.

Bóndi í Nesi 1778–1782 og í Kaldaðarnesi frá 1782 til dauðadags og jafnframt forstöðumaður holdsveikraspítalans þar.

Hreppstjóri í Stokkseyrarhreppi 1778–1782 og í Sandvíkurhreppi 1788– 1792. Skipaður lögréttumaður í Árnesþingi 1785 og gegndi því starfi, unz alþingi var lagt niður.

Dugnaðar- og framkvæmdamaður, byggði upp kirkju og spítalahús í Kaldaðarnesi. Var falið af sýslumanni 1789 að undirbúa varnir í Þorlákshöfn, æfa lið og hafa forustu á hendi, ef til ófriðar kæmi af hálfu sjóvíkinga. Auðmaður mestur í Árnessýslu á efri árum sínum.

Kona 1 (1771); Þórunn (f. 1750, d. 1772) Felixdóttir í Einarshöfn, Klemenzsonar; þau bl.

Kona 2 (31. okt. 1775): Guðný (f, 16. dec. 1752, d. 11. sept. 1822) Nikulásdóttir bónda í Auðsholti í Ölfusi, Jónssonar.

Börn þeirra: Sigríður ljósmóðir í Eystri-Móhúsum, kona Jóns Gamalíelssonar eldra á Stokkseyri, Einar spítalahaldari í Kaldaðarnesi, Jón bóndi í Hreiðurborg, Bjarni í Hlíðarhúsum og Hólmabúðum í Vogum, Hannes bóndi á Hvoli í Ölfusi, Jóhann bóndi á Lambastöðum og Kotferju í Flóa. Nefnast niðjar þeirra Hannesar og Guðnýjar Kaldaðarnesætt (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.