Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Jónsson

(21. nóv. 1852– 31. júlí 1937)

. Bóndi, hafnsögumaður. Foreldrar: Jón (d. 21. okt. 1853, 34 ára) Hannesson í Nýja-Kastala í Vestmannaeyjum (í Langholti í Meðallandi, „ Gottsveinssonar) og kona hans Margrét Jónsdóttir á Núpi undir Eyjafjöllum, Jónssonar. Varð formaður 17 ára og hélt því starfi í 37 vetrarvertíðir á sama bát (Gideon). Frábær stjórnari og aflamaður. Varð yfir-hafnsögumaður 19. apríl 1896 og gegndi þeim störfum þar til í apríl 1937; var og leiðsögumaður við sjómælingar. Heiðursborgari Vestmannaeyja 1935. R. af fálk.

Kona (1878): Margrét Brynjólfsdóttir í Norðurgarði, Halldórsonar. Börn þeirra: Jóhannes verkstjóri, Hjörtrós fyrri kona Tómasar kaupmanns Guðjónssonar í Vestmannaeyjum, Jórunn átti Magnús Guðmundsson, Vesturhúsum í Vm. (Br7.; J.G.Ó.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.