Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Jónsson

(15. apríl 1794 [21. apr. 1795, Bessastsk. og Vita] –31. okt. 1873)

Prestur. Launsonur Jóns stúdents Jónssonar (prests á Stað í Steingrímsfirði, Sveinssonar) að Eyðihúsum í Miklaholtshreppi, síðast á Geirmundarstöðum í Steingrímsfirði, og vinnukonu hans, Valgerðar Bjarnadóttur. Lærði hjá síra Jóni Jónssyni að Auðkúlu. Var hjá ýmsum vandamönnum sínum framan af, tekinn í Bessastaðaskóla 1818, stúdent 1824, með heldur góðum vitnisburði.

Setti bú í Hundadal 1825, en á nokkrum hluta Sauðafells 1826, vígðist 29. apríl 1827 aðstoðarprestur föðurbróður síns, síra Daníels í Miðdalaþingum, fekk Breiðavíkurþing 30. maí 1830, bjó þar 1 ár á Litla Kambi, en síðan að Hamraendum, fekk Glaumbæ 17. júní 1849, fluttist þangað næsta vor og hélt þann stað til æviloka, var og settur prófastur í Hegranesþingi frá 1. júní 1850 fram á árið 1851.

Steingrímur byskup Jónsson segir, að hann hafi ágætar gáfur; hann var góður kennimaður, raddmaður ágætur, mjög tregaður af sóknarfólki sínu í Breiðavíkurþingum, er hann fór þaðan. Hann var lítill maður vexti, smáleitur, gulbjartur á hár, eygur vel. Um hann er að nokkuru leyti Redd-Hannesarríma, sem orkt er af Steingrími Thorsteinson o. fl., pr. í Rv. 1924.

Kona (23. maí 1825): Arnleif (f. 20. nóv. 1803, d. 10. júní 1882) Guðmundsdóttir dbrm. í Bræðratungu, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Valgerður, átti fyrst barn með giftum manni, Pétri Jónssyni síðast á Litlu Seylu, átti síðan Björn Pálsson á Halldórsstöðum, fór til Vesturheims með syni þeirra, d. þar 10. mars 1912, Margrét átti Sveinbjörn trésmið Ólafsson á Akureyri (þau systkinabörn), Guðmundur veræzlunarmaður, drukknaði á Ísafjarðardjúpi 1860, ókv. og bl., Sigfús Baldvin garðyrkjumaður d. 13. nóv. 1864, ókv. og bl. (Bessastsk.; Vitæ ord. 1827; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.