Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Hákonarson

(um 1690–1761)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Hákon sýslum. Hannesson á Skammbeinsstöðum og kona hans Þrúður Björnsdóttir sýslum. að Espihóli, Pálssonar.

Hefir komið í Skálholtsskóla 1706 og orðið stúdent 1711, má af bréfum sjá, að síra Jón Halldórsson í Hítardal hefir haft á honum miklar mætur, enda hefir hann verið þar til heimilis veturinn 1713–14, 1714–15, vorið 1716 og vorið 1717, en 1720 er hann í Reykholti. Fyrir 1724 er hann kominn að Ytra Hólmi og er það ár einn hreppstjóra á Akranesi; þar er hann enn 1739, en 1756 er hann kominn að Kalastaðakoti og hefir líklega andazt þar. Hann lagði mjög stund á lækningar.

Kona (1723). Helga yngri (f. um 1693, d. 1764) Jónsdóttir sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Helga (brann inni á Hvítárvöllum 1751), Helga (önnur) átti Finn Arnórsson sýslumanns í Belgsholti, Jónssonar, Hákon á Akranesi (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.