Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Helgason

(– –30. júní 1653)

Skálholtsráðsmaður, skáld.

Foreldrar: Helgi Eyjólfsson (prests á Melum, Grímssonar) og kona hans Sesselja Ólafsdóttir að Leirá, Brandssonar. Var ráðsmaður í Skálholti og bjó í Kolsholti, lögsagnari um tíma í Árnesþingi.

Talinn mikilhæfur. Eftir hann eru kvæði í handritum (sjá Lbs.).

Kona: Ragnhildur Daðadóttir silfursmiðs að Staðarfelli, Jónssonar.

Börn þeirra: Vigfús sýslumaður í Langholti í Flóa, Hólmfríður (prófastamóðir) átti síra Halldór Jónsson í Reykholti (PEÓIl. Mm. (móðurættin lagfærist þar); BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.