Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hannes Halldórsson
(4. febr. 1668–30. nóv. 1731)
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Jónsson í Reykholti og kona hans Hólmfríður Hannesdóttir Skálholtsráðsmanns í Kolsholti, Helgasonar. Vígðist 2. júlí 1692 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið eftir hann 1704, og hélt til æviloka, varð s. á. einnig eftir föður sinn prófastur í Þverárþingi sunnan Hvítár (kjörinn 27. júní 1704, byskupsstaðfesting 16. júlí s. á.) og hélt því starfi til æviloka, hafði og umsjá Þverárþings vestan Hvítár, meðan síra Jón í Hítardal, bróðir hans, gegndi rektorsstörfum í Skálholti. Nokkur þykkja varð með honum og Jóni byskupi Árnasyni, af því að síra Hannes sókti ekki prestastefnu á alþingi 1726 (og raunar sjaldnast eftir það), en hann afsakaði sig með heilsuleysi og nefndi auk þess lélegan aðbúnað af hálfu byskups við dómprestana, á borð við það, sem verið hefði áður, er þeim væri nú enginn beini í té látinn á Þingvelli, svo sem verið hefði (þ.e. fyrir daga Jóns byskups Árnasonar). Fekk hann nokkura merkispresta (svo sem síra Jón, bróður sinn, í Hítardal) til að skrifa undir þetta skjal með sér. Heilsuleysið ágerðist (fótaveiki, megrun og blóðleysi).
Bréfabók hans (hefst 1704) er í þjóðskjalasafni. Eftir hann eru viðaukar Skarðsárannála (sjá Ann. bmf.), uppskriftir skjalabóka (Lbs.).
Kona 1 (1699): Guðlaug (f. um 1671, d. 1703) Eiríksdóttir prests í Hjarðarholti, Vigfússonar; þau bl. (hún dó af barnsförum).
Kona 2 (kaupmáli 7. sept. 1708): Helga eldri (f. um 1678, d. 12. okt. 1730) Jónsdóttir sýslum. í Einarsnesi, Sigurðssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Ragnhildur átti Þorgrím sýslumann Sigurðsson í Hjarðarholti, Þorkell stúdent, Halldór stúdent (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Halldór Jónsson í Reykholti og kona hans Hólmfríður Hannesdóttir Skálholtsráðsmanns í Kolsholti, Helgasonar. Vígðist 2. júlí 1692 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið eftir hann 1704, og hélt til æviloka, varð s. á. einnig eftir föður sinn prófastur í Þverárþingi sunnan Hvítár (kjörinn 27. júní 1704, byskupsstaðfesting 16. júlí s. á.) og hélt því starfi til æviloka, hafði og umsjá Þverárþings vestan Hvítár, meðan síra Jón í Hítardal, bróðir hans, gegndi rektorsstörfum í Skálholti. Nokkur þykkja varð með honum og Jóni byskupi Árnasyni, af því að síra Hannes sókti ekki prestastefnu á alþingi 1726 (og raunar sjaldnast eftir það), en hann afsakaði sig með heilsuleysi og nefndi auk þess lélegan aðbúnað af hálfu byskups við dómprestana, á borð við það, sem verið hefði áður, er þeim væri nú enginn beini í té látinn á Þingvelli, svo sem verið hefði (þ.e. fyrir daga Jóns byskups Árnasonar). Fekk hann nokkura merkispresta (svo sem síra Jón, bróður sinn, í Hítardal) til að skrifa undir þetta skjal með sér. Heilsuleysið ágerðist (fótaveiki, megrun og blóðleysi).
Bréfabók hans (hefst 1704) er í þjóðskjalasafni. Eftir hann eru viðaukar Skarðsárannála (sjá Ann. bmf.), uppskriftir skjalabóka (Lbs.).
Kona 1 (1699): Guðlaug (f. um 1671, d. 1703) Eiríksdóttir prests í Hjarðarholti, Vigfússonar; þau bl. (hún dó af barnsförum).
Kona 2 (kaupmáli 7. sept. 1708): Helga eldri (f. um 1678, d. 12. okt. 1730) Jónsdóttir sýslum. í Einarsnesi, Sigurðssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Ragnhildur átti Þorgrím sýslumann Sigurðsson í Hjarðarholti, Þorkell stúdent, Halldór stúdent (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.