Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Hafliðason

(19. júlí 1855–21. jan. 1931)

Skipstjóri.

Foreldrar: Hafliði hreppstjóri Hannesson í Gufunesi og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (laundóttir síra Páls Pálssonar í Hörgsdal). Lauk prófi úr stýrimannaskóla í Kh. 1877.

Var síðan lengi skipstjóri á þilskipum í Rv. Lengi formaður skipstjórafélagsins Öldunnar, formaður fiskifélags Íslands 10 ár, heiðursfélagi þess. Veitti fyrstu árin (með styrk úr landsjóði) tilsögn í stýrimannafræði. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona 1 (1880): Þórunn Stefánsdóttir úr Grímsnesi; þau bl.

Kona 2 (1890): Ingibjörg Grímsdóttir að Hvassahrauni, Jónssonar, ekkja Kjartans Daníelssonar á Stóru-Vatnsleysu; þau einnig bl. (Minningarrit stýrimsk., Rv. 1941; Ægir, 18. og 24. árg.; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.