Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Gíslason

(9. júní 1830 – 18. maí 1882)

. Hreppstjóri, smáskammtalæknir., Foreldrar: Gísli Jónsson í Köldukinn á Ásum (á Höllustöðum, Halldórssonar á Fossum, Árnasonar) og kona hans Sigþrúður (d. 31. maí 1866, 64 ára) Hannesdóttir á Tindum, Hannessonar, Greindur maður og listfengur; nafnfræg refaskytta; heppinn smáskammtalæknir, Bjó á Fjósum í Svartárdal og var hreppstjóri um hríð. Drukknaði í Blöndu.

Kona 1 (4. júní 1861): Þórunn (d. 8. júní 1862, 25 ára) Þorsteinsdóttir á Æsustöðum, Ólafssonar; þau bl. Kona 2 (15. júní 1865): Sigríður (d. 4. maí 1903, 64 ára) Einarsdóttir á Svínavatni, Skaftasonar. Börn þeirra: Sigþrúður átti Pál Sigurðsson á Auðólfsstöðum, Þórunn átti Friðfinn smið Jónsson á Blönduósi, Jónína átti Guðmund Jónsson á Auðólfsstöðum (M.B.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.