Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Gunnlaugsson

(um 1640–1686)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Snorrason á Stað á Reykjanesi og kona hans Kristín Gísladóttir prests sst., Einarssonar.

Lærði í Skálholtsskóla og mun hafa orðið stúdent um 1660–1, missti prestskaparréttindi vegna barneignar, en mun hafa fengið uppreisn um 1667, síðar átti hann og launbörn með konu þeirri, er hann kvæntist. Hann bjó á eignarjörð sinni, Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit, og andaðist úr holdsveiki. Hann var vel að sér, lagði stund á lækningar, hefir samið lækningabók (sjá Lbs.), var skáldmæltur (sjá Lbs.), hefir skrifað upp talsvert handrita (í Lbs. og söfnum utanlands). Hann hafði innheimtu byskupstíunda í norðurhluta Ísafjarðarsýslu frá 10. febr. 1679 til æviloka.

Kona: Anna (1703: 50 ára) Þorkelsdóttir, Svartssonar.

Sonur þeirra: Jón (f, um 1678) í Reykjafirði; hann sór 2. sept. 1715 fyrir galdraorðróm á héraðsþingi í Reykjafirði (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.