Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Erlingsson

(um 1674–1707)

Prestur.

Foreldrar: 20* Erlingur lögréttumaður Eyjólfsson í Saurbæ á Kjalarnesi og Blönduholti í Kjós og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir alþingisskrifara á Hvanneyri, Gíslasonar. Lærði í Skálholtsskóla og mun hafa orðið stúdent 1694, virðist síðan um hríð hafa verið í byskupsþjónustu í Skálholti, hefir vígzt vorið 1698 prestur að Arnarbæli. Í landskjálftum 20. apr. 1706 hrundu öll staðarhús í Arnarbæli, og er þá mælt, að síra Hannes hafi komizt nakinn út um rifu, með ungbarn sitt í fanginu. Um líkt leyti eða litlu fyrr fórst nýr teinæringur, sem hann átti í Þorlákshöfn, með 13 mönnum, og er talið, að þar hafi verið í skiprúmi 11 kvæntir hjáleigumenn frá Arnarbæli, svo að þar voru eftir 11 ekkjur. Hann fekk gott orð.

Andaðist í bólunni miklu.

Kona: Þorbjörg (f. um 1675, d. einnig í bólunni miklu 1707).

Börn þeirra: Guðríður átti Þorstein á Skammbeinsstöðum Hákonarson (sýslumanns, Hannessonar), Sigríður átti síra Jón Andrésson í Arnarbæli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.