Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Einarsson

(17. öld)

Skáld að Kleifum.

Foreldrar: Síra Einar skáld Guðmundsson á Stað á Reykjanesi og s. k. hans Sigríður Erlendsdóttir sýslumanns, Magnússonar. Eftir hann má finna kvæði nokkur í handritum (sjá Lbs.).

Kona 1: Vigdís Jónsdóttir lögréttum. að Firði, Þorlákssonar.

Börn þeirra: Þorleifur í Breiðadal, Einar, Halldóra, Valgerður.

Kona 2: Ragnhildur Þórðardóttir að Hólum í Hvammssveit, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Þórður í Dritvík, Guðrún átti Guðmund Jónsson úr Staðarsveit (BB. Sýsl.; ÓSn. Ættb.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.