Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hannes Eggertsson
(15. og 16. öld)
Hirðstjóri. Faðir: Eggert lögmaður Eggertsson í Víkinni í Noregi (aðlaður 1488).
Mun hafa fyrst komið til landsins skömmu eftir 1510 og verið umboðsmaður hirðstjóra (kemur hér fyrst við skjöl 1513), en hélt Ísland sunnan og vestan 1513, hirðstjóri á öllu landinu 1514 og 1515 (til Jónsmessu), og hélt þá jafnframt Þverárþing vestan Hvítár a. m. k. 1515.
Hefir sett bú að Núpi í Dýrafirði um 1517 og má vera haft sýslur þar vestra. Var hirðstjóri 1521–4, var í Hamborg 1524, fluttist þangað alfari 1525, með konu og börnum, og var þar nokkur ár, kemur ekki við skjöl hér fyrr en 1530, hefir þá líkl. tekið aftur við búi sínu að Núpi, en eigi lifað lengi eftir það (d. fyrir 23. ág. 1534). Virðist hafa verið mikilmenni og stórbrotinn. Átti í höggi við Týla hirðstjóra Pétursson, Ara Andrésson í Bæ á Rauðasandi, og síðar Ögmund byskup Pálsson (framhald Vatnsfjarðarmála).
Kona (um 1517). Guðrún eldri (í. 1489, d. 1653) Björnsdóttir sýslumanns að Ögri, Guðnasonar, ekkja Bjarna Andréssonar að Brjánslæk.
Börn þeirra: Eggert lögmaður, Björn lögsagnari, Guðrún átti Þorlák sýslumann Einarsson að Núpi, Katrín átti fyrr Gizur byskup Einarsson, síðar síra Þórð Marteinsson í Hruna, Margrét f.k. síra Halldórs Einarssonar í Selárdal (Dipl. Isl.; PEÓI. Mm.).
Hirðstjóri. Faðir: Eggert lögmaður Eggertsson í Víkinni í Noregi (aðlaður 1488).
Mun hafa fyrst komið til landsins skömmu eftir 1510 og verið umboðsmaður hirðstjóra (kemur hér fyrst við skjöl 1513), en hélt Ísland sunnan og vestan 1513, hirðstjóri á öllu landinu 1514 og 1515 (til Jónsmessu), og hélt þá jafnframt Þverárþing vestan Hvítár a. m. k. 1515.
Hefir sett bú að Núpi í Dýrafirði um 1517 og má vera haft sýslur þar vestra. Var hirðstjóri 1521–4, var í Hamborg 1524, fluttist þangað alfari 1525, með konu og börnum, og var þar nokkur ár, kemur ekki við skjöl hér fyrr en 1530, hefir þá líkl. tekið aftur við búi sínu að Núpi, en eigi lifað lengi eftir það (d. fyrir 23. ág. 1534). Virðist hafa verið mikilmenni og stórbrotinn. Átti í höggi við Týla hirðstjóra Pétursson, Ara Andrésson í Bæ á Rauðasandi, og síðar Ögmund byskup Pálsson (framhald Vatnsfjarðarmála).
Kona (um 1517). Guðrún eldri (í. 1489, d. 1653) Björnsdóttir sýslumanns að Ögri, Guðnasonar, ekkja Bjarna Andréssonar að Brjánslæk.
Börn þeirra: Eggert lögmaður, Björn lögsagnari, Guðrún átti Þorlák sýslumann Einarsson að Núpi, Katrín átti fyrr Gizur byskup Einarsson, síðar síra Þórð Marteinsson í Hruna, Margrét f.k. síra Halldórs Einarssonar í Selárdal (Dipl. Isl.; PEÓI. Mm.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.