Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Björnsson

(um 1631– í sept. 1704)

Prestur,

Foreldrar: Björn lögréttumaður Gíslason í Bæ í Borgarfirði og kona hans Ingibjörg Ormsdóttir sýslumanns í Eyjum, Vigfússonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1645, stúdent 1651, var í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar 1652 og fram á árið 1653, aftur 1654 og fram á sumarmál 1655 og (má vera) við og við síðar, hefir eftir lát föður síns (1656) verið með móður sinni í Bæ, fekk Borgarþing 1660, vígðist 24. apr. s. á. og bjó á Ferjubakka, fekk veiting fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en afhending staðar og kirkju fór að fullu fram 5. maí 1669, og hélt til æviloka, þótt hann sleppti 2% staðarins við síra Torfa son sinn, 1697. Hann var merkisprestur, fróðleiksmaður, skörulegur og oft siðamaður í meira háttar brúðkaupsveizlum. Eftir 20 F 306 hann er prentuð (Hólum 1683) þýðing á Jóh. Arndt: Nokkurar predikanir; í Ísl. ártíðarskrám (Kh. 1893–6): Barnatöluskrá og ártíðaskrá; í Ann. bmf. viðaukar Skarðsárannála; ættartölubrot (JS. 86, fol.).

Kona (1. maí 1659): Sigríður (f. 1636, d. 1713) Jónsdóttir prests í Reykholti, Böðvarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sesselja, enn á lífi 1729, óg. og bl., Þuríður átti Eirík á Ferstiklu Sigurðsson (prests á Skorrastöðum, Árnasonar), Björn, enn á lífi 1686 (hefir d. bl.), Þórunn átti Jón lögréttumann Jónsson að Laugardalshólum, Jón (á Ferstiklu 1703), síra Torfi í Saurbæ, Ingibjörg d. í bólunni miklu, bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.