Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Björnsson

(1704–19. des. 1782)

Prestur.

Foreldrar: Síra Björn Þórðarson á Melum og kona hans Sesselja yngri Halldórsdóttir prests í Reykholti, Jónssonar. Fór 12 ára gamall til móðurbróður síns, síra Jóns Halldórssonar í Hítárdal, tekinn í Skálholtsskóla 1721, stúdent 1728, var síðan 2 ár í Reykholti hjá móðurbróður sínum, síra Hannesi Halldórssyni, vígðist 1730 (líkl. 30. júlí) aðstoðarprestur föður síns, fekk Kvennabrekku 19. júlí 1734, tók við þar 31. maí 1735 og hélt til æviloka, þótt hann raunar hefði sagt af sér sama haust, og var þá kominn að Kirkjuskógi, en hafði áður búið á Kolsstöðum, flutzt þangað 1780. Hann var hraustmenni að burðum en heilsutæpur hin síðari ár, vel látinn maður, en fær mjög lélegan vitnisburð í skýrslum Harboes.

Kona (15. ág. 1734): Þóra (d. 2. okt. 1782) Sveinsdóttir klausturhaldara að Munkaþverá, Torfasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Benedikt í Miðdalaþingum, Þórður (hrapaði til bana í Sökkólfsdal 1801), Þórunn átti Sæmund Jónsson í Miðskógi, Sveinn í Snóksdal (d. 1828, 80 ára), Margrét (d. 7. sept. 1774) f., k. Jóns Jónssonar á Harastöðum, Jón Miðskógi, d. 1786 (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.