Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Björnsson

(1547–1615)

Lögréttumaður í Snóksdal.

Foreldrar: Björn lögsagnari Hannesson (hirðstjóra, Eggertssonar) og kona hans Þórunn Daðadóttir sýslumanns í Snóksdal, Guðmundssonar. Var vellauðugur maður að örfum, en heldur gekk þó af honum, er fram í sókti. Var við og við lögsagnari í Dalasýslu. Talinn ágætur maður. Drukknaði á leið úr Kumbaravogi.

Kona (1567): Guðrún (f. 1553, d. 1648) Ólafsdóttir að Hofi í Vatnsdal Jónssonar (sýslumanns að Geitaskarði, Einarssonar).

Börn þeirra: Eggert í Snóksdal, Steinunn átti Árna lögréttumann Gíslason að Ytra Hólmi, Þórunn átti Gísla Björnsson að Hrafnabjörgum, Ragnheiður f. k. Jóns sýslumanns Sigurðssonar í Einarsnesi, Ólafur lögréttumaður að Sauðafelli og í Bár (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.