Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Benediktsson

(um 1630–1708)

Prestur.

Foreldrar: Benedikt Tómasson (enn á lífi 1644 og kaupir þá 13. júní Vatnadal í Súgandafirði) og kona hans Guðrún Gunnsteinsdóttir að Dynjandi í Jökulfjörðum, Grímssonar. Fekk Snæfjöll 1659, vígðist 9. okt. s. á. og hélt til æviloka; skyldi hann jafnframt aðstoða síra Torfa Snæbjarnarson á Kirkjubóli í prestverkum, og varð nokkurt þras með þeim síðar um þóknun fyrir þá aðstoð.

Kona (1669). Þóra (d. 1695) Halldórsdóttir prests og prófasts í Gufudal, Teitssonar.

Börn þeirra: Síra Gísli á Stað í Grunnavík, Benedikt að Hóli í Bolungarvík, Natanael, Böðvar, Bergljót (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.