Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes Arnórsson

(3. júlí 1898 – 19. mars 1948)

. Verkfræðingur. Foreldrar: Síra Arnór (d. 1. ág. 1913, 52 ára) Þorláksson á Hesti í Borgarfirði og fyrri kona hans, Guðrún Elísabet (d. 6. jan. 1906, 39 ára) Jónsdóttir í Neðra-Nesi í Stafholtstungum, Stefánssonar.

Stúdent í Reykjavík 1918 með einkunn 4,61 (60 st.). Nam byggingarverkfræði í polytekniska skólanum í Kh. og lauk þar prófi árið 1926 með 2. einkunn, 5,07 (63,4). Aðstoðarverkfræðingur hjá vegamálastjóra frá 29. mars 1926 til æviloka. Kona (25. sept. 1937): Ethel Eldon (f. 13. júní 1916) Ingólfsdóttir á Jarlsstöðum í Fnjóskadal, Jónssonar. Börn þeirra: Jón Ingi, Arnór Þórarinn, Þorlákur Lárus (Br7.; Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1948).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.