Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes (Þórður) Hafstein

(4. dec. 1861–13. dec. 1922)

Ráðherra, skáld.

Foreldrar: Pétur amtmaður Havstein og síðasta kona hans Kristjana Gunnarsdóttir prests að Laufási, Gunnarssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1874, stúdent 1880, með 1. einkunn (97 st.), tók próf í heimspeki í háskólanum í Kh. 16. júní 1881, með ágætiseinkunn, í lögfræði 19. júní 1886, með 2. einkunn (67 st.). Settur sýslumaður í Dalasýslu 23. ág.–1. dec. 1886. Settur málflutningsmaður í landsyfirdómi Í. jan.–1. júlí 1887 og sinnti síðan lögfræðistörfum þar. Settur 1. sept. 1889 ritari í landshöfðingjaskrifstofu, fekk það embætti 3. nóv. s.á. Varð 26. sept. 1895 sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði.

Varð ráðherra Íslands 1. febr. 1904, fekk lausn 1. apríl 1909 og varð þá 3. bankastjóri í Íslandsbanka. Varð aftur ráðherra sumarið 1912, fekk lausn 1914, missti heilsu (fekk slag) þá um haust, síðar aftur 1917 og náði sér ekki eftir það. R. af dbr. 27. jan. 1904, dbrm. 2. mars 1906, komm.? af dbr. 31. júlí s. á., komm.i af dbr. 13. ágúst 1907, off. af fr. heiðursfylk. 2. þm. Ísf. 1901, þm. Eyf. 1903–15, landskj. þm. 1916–22 (en gat ekki setið á alþingi 1918 og síðan). Aðalviðfangsefni í ráðherratíð hans: Ritsímamál og viðleitni um samkomulag á tengslum Ísl. og Danmerkur.

Ritstörf: (með öðrum) Verðandi, Kh. 1882; sá um Jónas Hallgrímsson: Ljóðmæli, 1883, og Hjálmar Jónsson: Kvæði og kviðlingar, Rv. 1888; Ýmisleg ljóðmæli, Rv. 1893; Íslandsljóð, Ísaf. 1901; Ljóðabók, Rv. 1916 (2. pr., Rv. 1925). Greinir í blöðum og tímaritum (Andvara).

Kona (15. okt. 1889): Ragnheiður (f. 3. apríl 1871, d. 18. júlí 1913) Stefánsdóttir prests að Ofanleiti Thordersens.

Börn þeirra, sem upp komust: Ástríður átti Þórarinn hafnarstjóra Kristjánsson, Þórunn átti síra Ragnar landkynni Kvaran, Sigríður átti Geir útgerðarmann Thorsteinsson í Rv., Sofía Lára átti Hauk frkvstj. Thors í Rv., Ragnheiður átti Stefán lyfsala Thorarensen í Rv., Elín átti Ásgeir verkfræðing Þorsteinsson í Rv., Kristjana átti Sigurð verkfræðing Jónsson í Rv., Sigurður, stúdent, verzlunarmaður í Rv. (Sunnanfari III; Óðinn I; Andvari, 48 árg.; KJ: Lögfr.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.