Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes (Ólafur) Jónsson

(8. sept. 1882– 18. sept. 1942)

.

Dýralæknir. Foreldrar: Jón (d. 23. nóv. 1897, 50 ára) Sigurgeirsson á Hvarfi í Bárðardal og kona hans Helga Jónsdóttir á Eyjadalsá, Ingjaldssonar.

Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1904. Lauk prófi við búnaðarháskólann í Kh. 1907. Var ráðunautur búnaðarsambands Vestfjarða og forstjóri gróðrarstöðvar þess 1907–11. Hóf nám í dýralækningum og lauk prófi við dýralæknaháskólann í Kh. 1916. Skipaður dýralæknir í Stykkishólmi 11. apríl 1916; dýralæknir í Reykjavík 12. júlí 1928 og gegndi því embætti til æviloka. Yfirskoðunarmaður landsreikninga um skeið. Átti sæti í mjólkursölunefnd. Kona (7. júlí 1918): Júlíana Magdalena (f. 20. febr. 1893) Jónsdóttir í Stykkishólmi, Ormssonar, Synir þeirra: Sigurður viðskiptafræðingur, Jón læknir (BrT,; Óðinn XXVI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.