Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes (Stephensen) Blöndal

(23. okt. 1863–9. sept. 1932)

Bankaritari, skáld.

Foreldrar: Gunnlaugur sýslumaður Blöndal í Barðastrandarsýslu og kona hans Sigríður Sveinbjarnardóttir rektors og skálds, Egilssonar.

Lærði í Möðruvallaskóla, realstúdent þaðan 1882. Stundaði síðan einkum verzlunarstörf á Akureyri og í Rv., var um hríð (1899–1907) vestan hafs, síðan lengi (frá 1907) bankaritari í landsbankanum. Ritstörf: Nokkur kvæði, Ak. 1887; Kvæði, Rv. 1891; Kvæði, Wp. 1901; Ljóðmæli, Rv. 1913.

Kona: Sofía Jónatansdóttir í Hjörsey, Salómonssonar.

Börn þeirra: Valtýr bankastjóri í Rv., Ragnar kpm. í Rv., Axel læknir í Rv., Svava átti þýzkan liðsforingja (Óðinn XIII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.