Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes (Steingrímsson) Johnsen

(23. maí 1809–16. nóv. 1885)

Kaupmaður.

Foreldrar: Steingrímur byskup Jónsson og kona hans Valgerður Jónsdóttir. Nam skólalærdóm hjá föður sínum, en talinn stúdent 1830 úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni í Görðum (skírteini hans er ekki meðal stúdentsvottorðasafna föður hans í Lbs. 48–9, fol.). Fór utan, mistókst við aðgöngupróf í háskólann, en náði því síðar, með 3. einkunn.

Fór heim og var fyrst með foreldrum sínum (skrifaði upp ýmislegt í þágu föður síns).

Gaf sig því næst að verzlun og var síðan kaupmaður ævilangt.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þágu bæjarins.

Kona: Sigríður Kristín (d. 9. ágúst 1869) Símonardótir kaupm. í Rv., Hansens.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur yfirkennari í Óðinsvéum, Sofía Kristjana átti Árna landfógeta Thorsteinson, Steingrímur guðfræðingur og söngkennari, Símon kaupm. í Rv. (Lbs. 394, 4to; háskólaskýrslur; KlJ.: Saga Rv.; JH. Árbækur Rv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.