Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes (Lárus) Þorsteinsson

(20. ágúst 1852–30. júlí 1896)

Prestur.

Foreldrar: Þorsteinn Jónatansson að Hermundarfelli og kona hans Ragnheiður Grímsdóttir, Jónssonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1882, með 2. einkunn (71 stig), próf úr prestaskóla 1886, með 2. einkunn betri (37 st.). Fekk Fjallaþing 31. ágúst 1886, vígðist 12. sept. s.á. og hélt til æviloka. Andaðist á ferð í Vopnafjarðarkaupstað, ókv. og bl. (Skýrslur; Kirkjublaðið, 6. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.