Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hannes (Kristján Steingrímur) Finsen

(13. maí 1828–18. nóv. 1892)

Stiftamtmaður.

Foreldrar: Ólafur yfirdómari Finsen í Rv. og kona hans María Óladóttir kaupmanns Möllers í Rv. Tekinn í Bessastaðaskóla 1843, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1848, með 1. einkunn (81 st.). Tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1848–9, með 1. einkunn, í lögfræði 12. júní 1856, með 2. einkunn í báðum prófum (89 st.). Vann fyrst í skrifstofu hinnar ísl. stjórndeildar í Kh. varð landfógeti í Færeyjum 15. mars 1858, amtmaður sst. 30. okt. 1871, stiftamtmaður í Rípum 1. júlí 1884 og var það til æviloka. Kanzellíráð að nafnbót 9. júní 1868, r. af dbr. 26. júlí 1874, dbrm. 10. sept. 1883, komm.? af dbr. 4. júlí 1890.

Kona 1 (12. maí 1858): Jóhanna (f. 12. ág. 1833, d. 10. maí 1864), dóttir gózráðsmanns N. R. Formanns.

Börn þeirra: Ólafur lyfsali á Friðriksbergi, Niels Ryberg ljóslæknir og prófessor, Elísabet átti A. L. Reyn yfirlækni í Kh., Vilhelm póstmeistari í Kh.

Kona 2 (5. okt. 1865): Birgitta (f. 13. ág. 1840, d. 7. júlí 1930), dóttir A. Formanns gózeiganda.

Börn þeirra: Jóhanna, átti Jörgen Lyngbye borgarstjóra á Helsingjaeyri, Steingrímur bankaútibússtjóri í Kh., María átti A. J. Fritsche lögreglustjóra í Hróarskeldu, Jón Valgarður teiknimeistari í Jóhannesborg í Afríku, Valgerður átti E. Cold lækni (Tímar. bmf. 1882; KlJ. Lögfr.; Slægtsbog for Familien Finsen, Kh. 1935).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.