Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Þorsteinsson á Síðu (Síðu-Hallur)

(10. og 11. öld)

Bóndi að Hofi í Álptafirði, síðar að Þvottá.

Foreldrar: Þorsteinn Böðvarssonar hvíta að Hofi (Þorleifssonar miðlungs) og kona hans Þórdís Özurardóttir Pkeiliselgs, Hrollaugssonar landnámsmanns. Hann var göfugmenni hið mesta, reyndi allt að bæta; átti mikinn þátt í því að kristni komst á hérlendis.

Kona: Jóreiður Þiðrandadóttir í Njarðvík, Ketilssonar.

Börn þeirra: Þorsteinn, Ingveldur átti fyrr Eyjólf halta Guðmundsson ríka, síðar Þórarin Dagsson, Þorkelsson háa, Kolur, Ljótur, Egill, Þorvarður, Gróa átti fyrr Teit, son Gizurar hvíta, síðar Snorra Kálfsson, síðast Þorvarð krákunef, Þorgerður átti Þorgrím Digr-Ketilsson, Þórdís átti Þóri Halldórsson að Fossárskógum. Laundóttir (með Sólvöru Herjólfsdóttur hvíta) Steinvör átti Brennu-Flosa Þórðarson að Svínafelli (Íslb.; Landn.; Njála; Þorst. s. SíðuHalls.; Bps. bmf. I; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.