Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Þorsteinsson

(16. öld)

Prestur. Var í þjónustu Ögmundar byskups Pálssonar og með honum erlendis 1519–22.

Er orðinn prestur syðra 1523.

Virðist hafa verið prestur að Hólmum 1532–6, en hélt Valþjófsstaði 1536–53, var officialis og prófastur í Austfjörðum.

Eftir hann hélt Valþjófsstaði um 7 ár Magnús Ketilsson og hefir haft prest til að gegna prestverkum (Dipl. Ísl.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.