Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Ögmundsson

(15. og 16. öld)
Prestur, skáld. Faðir hefir verið Ögmundur (bróðir Halldórs ábóta) Tyrfingsson, Jónssonar. Hann er orðinn heimilisprestur á Bæ á Rauðasandi 1501, í Ögri 1507, sumir telja hann orðinn prest á Söndum 1517, síðast var hann prestur á Stað í Steingrímsfirði, lét þar af prestskap 1539, enn á lífi 15. júlí 1554. Hann hefir orkt nokkur andleg kvæði, og eru þau prentuð í kvæðisafni bmf., Rv. 1922–T: Gimsteinn, Náð, Maríublóm, Maríuvísur, Mikaelsflokkur, Nikulásdrápa (Dipl. Isl.; PEÓI. Mm; Saga Ísl. IV; Kvæðasafn bmf.; ætt þar lagfærist; HÞ.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.