Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Ólafsson

(– – um 1653)

Prestur. Talinn af flestum sonur síra Ólafs Árnasonar að Höfða. Er aðstoðarprestur í Miklagarði 1602–3, eftir skjölum, fekk Höfða 1603 og hélt til æviloka, d. fyrir 9. apr. 1654, nefndur „digri“.

Kona: Ragnhildur Eiríksdóttir prests að Auðkúlu, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Eiríkur skáld að Höfða, síra Ólafur í Grímstungum, Hallgrímur lögréttumaður (1645) í Þingeyjarþingi, Guðrún s. k. Halls harða lögsagnara Bjarnasonar að Möðrufelli, Málmfríður átti Vigfús Bjarnason (þau bl.); sumir telja enn: Ísleif, Hjörleif og Halldór, en eftir dómi 31. maí 1627 getur það ekki verið rétt (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.