Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Ólafsson

(21. júlí 1658–30. ág. 1741)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Hallsson í Grímstungum og s. k. hans Solveig Bjarnadóttir að Steiná, Ólafssonar. Lærði í Hólaskóla.

Vígðist aðstoðarprestur föður síns 1679, en var klausturprestur á Þingeyrum 1681 og fram á árið 1682 (að tilmælum Þorleifs lögmanns Kortssonar), hefir átt þar heima þá, en gegnt jafnframt prestsstörfum í Grímstungum, fekk konungsveiting fyrir Grímstungum 8. apr. 1682, missti prestskap fyrir barneignarbrot (1683), fekk uppreisn 27. febr. 1686 með leyfi til að halda sama prestakalli (en nágrannaprestur hefir þjónað því á meðan) og hélt það til æviloka.

Varð prófastur í Húnavatnsþingi 14. ág. 1708, en lét af því starfi 29. júní 1720 og bar við heilsuleysi, en ekki mun síður hafa til dregið, að hann hafði sýnt vanrækslu í máli síra Gizurar Eiríkssonar, enda varð hann fyrir útlátum vegna þeirrar málsmeðferðar. Hann var vel að sér og vel metinn, skáldmæltur nokkuð (sjá Lbs.).

Kona (vafalaust 1686, en ekki 1683, sem talið er): Helga (f. um 1667) Oddsdóttir á Fitjum, Eiríkssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur stúdent, síra Halldór á Breiðabólstað í Vesturhópi, Sesselja átti síra Eggert Sæmundsson að Undornfelli, síra Eiríkur í Grímstungum, Snæbjörn skáld að Lækjamóti, d. 1764 (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.