Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hallur Ólafsson
(16. öld)
Sýslumaður í Hjörsey.
Foreldrar: Síra Ólafur Kolbeinsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Karítas Sigurðardóttir. Var fyrst lögsagnari í Þverárþingi vestan Hvítár, en hélt það fram undir 1570.
Kona 1: Sesselja Guðmundsdóttir á Glýsstöðum, Sæmundssonar.
Börn þeirra: Guðmundur lögréttumaður í Norðtungu, Jón í Hvalsnesi, Ögmundur að Leirá, Bergljót átti Einar Eiríksson á Hvanneyri.
Kona 2: Guðrún Þorsteinsdóttir í Hjörsey, Torfasonar (í Klofa).
Börn þeirra: Sesselja átti Björgólf Ásgeirsson að Ási í Hálsasveit, Þórdís átti Tyrfing Ásgeirsson í Hjörsey, Sigríður átti Ólaf Ólafsson. Launsonur Halls (talinn): Bergþór (BB. Sýsl.).
Sýslumaður í Hjörsey.
Foreldrar: Síra Ólafur Kolbeinsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Karítas Sigurðardóttir. Var fyrst lögsagnari í Þverárþingi vestan Hvítár, en hélt það fram undir 1570.
Kona 1: Sesselja Guðmundsdóttir á Glýsstöðum, Sæmundssonar.
Börn þeirra: Guðmundur lögréttumaður í Norðtungu, Jón í Hvalsnesi, Ögmundur að Leirá, Bergljót átti Einar Eiríksson á Hvanneyri.
Kona 2: Guðrún Þorsteinsdóttir í Hjörsey, Torfasonar (í Klofa).
Börn þeirra: Sesselja átti Björgólf Ásgeirsson að Ási í Hálsasveit, Þórdís átti Tyrfing Ásgeirsson í Hjörsey, Sigríður átti Ólaf Ólafsson. Launsonur Halls (talinn): Bergþór (BB. Sýsl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.