Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Árnason

(um 1610–1676)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Þorvarðsson í Vallanesi og s. kona hans Gróa Hallsdóttir prests í Kirkjubæ í Tungu, Högnasonar. Lærði í Skálholtsskóla, fór utan 1632, skráður í stúdentatölu 12. nóv. s. á., fekk vitnisburð hjá Óla Worm 23. apr. 1637, hefir þá farið heim, hefir verið heyrari í Skálholti 1639–42, kirkjuprestur þar 1642–5, varð prestur í Skarðsþingum 1646, fekk Rafnseyri 1649, hefir flutzt þangað 1650, og hélt þann stað til æviloka, hefir dáið um mánaðamótin maí–júní 1676, þókti merkismaður.

Kona (1650). Sigríður (d. 1670) Guðmundsdóttir prests á Rafnseyri, Skúlasonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður á Rafnseyri, Torfi í Steinanesi, Jón. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.