Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Vigfússon

(um 1647– ?)

Stúdent, bóndi.

Foreldrar: Síra Vigfús Ilugason að Setbergi og f. k. hans Bergljót Loftsdóttir prests að Setbergi, Skaftasonar. Lærði undir skóla hjá föður sínum, en mun stúdent úr Skálholtsskóla 1668, fór utan s. á., varð attestatus í guðfræði, fekk vitnisburð hjá Óla Borch prófessor 7. júní 1670, og er talinn hafa stundað nám í Wittenberg um tíma, mun skömmu síðar hafa komið til landsins, verið fyrst að Setbergi hjá síra Illuga, bróður sínum, en 1681 býr hann í Akurtröðum í Eyrarsveit, 1689 á Grund og frá 1693 að Spjör í Eyrarsveit, þar býr hann enn 15. ág. 1712. Hann er talinn hafa verið allvel lærður, en heldur auðnulítill og varð honum ekki not að þekkingu sinni.

Hann hefir átt talsverðar erfðaeignir, sem gengu upp smám saman.

Kona: Sigríður (f. um 1666) Sigurðardóttir (móðir hennar var Bergljót Grímsdóttir, systir Kolbeins skálds að Dagverðará), og höfðu þau átt barn saman fyrir hjónaband.

Börn þeirra, er upp komust: Skafti að Dagverðará, Guðný átti Sigurð Guðmundsson, Jónssonar lögréttumanns á Brimilsvöllum, Þorgilssonar (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.