Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Snorrason skáld

(12. öld)

Ókunnur að öðru en því, að hann hefir orkt drápu um Magnús Erlingsson, og er vísustúfur varðveittur úr henni, auk tveggja lausavísna.

Sonur hans gæti verið Þórður skáld, en eftir hann er ekkert varðveitt, og líkl. Bragi skáld, sem ekki er heldur varðveitt eftir. (Sn.-E.; AM.; Sverr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.